Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nefnd til að kanna leiðir til að sporna gegn því að fólk sé látið gjalda aldurs á vinnustað

Nefndin er skipuð á grundvelli ályktunar Alþingis sem samþykkt var síðastliðið vor. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni kemur fram að margt bendi til þess að það færist í aukana að stjórnendur á vinnustöðum leggi áherslu á það við mannaráðningar að ráða fremur ungt fólk til starfa en eldra fólk, jafnvel þótt síðarnefndi hópurinn búi yfir lengri starfsreynslu. Einnig kemur fram að á sumum vinnustöðum sé gengið lengra, eldra fólki sé sagt upp störfum til að rýma fyrir þeim sem yngri eru. Þetta hafi valdið óöryggi hjá eldra fólki. Nauðsynlegt sé að fram fari endurskoðun á lögum með það fyrir augum að tryggja stöðu einstaklinga þannig að þeir verði ekki látnir gjalda aldurs síns á vinnustað.

Elín R. Líndal, formaður Byggðarráðs Húnaþings vestra, hefur verið skipuð formaður nefndarinnar.

Aðrir í nefndinni eru:

  • Arna Jakobína Björnsdóttir tiln. af BSRB.
    Til vara: Sjöfn Ingólfsdóttir.
  • Einar Jón Ólafsson tiln. af Alþýðusambandi Íslands.
    Til vara Ingunn S. Þorsteinsdóttir.
  • Jón H. Magnússon tiln. af Samtökum atvinnulífsins.
    Til vara: Gústaf Adolf Skúlason.
  • Ásta Lára Leósdóttir tiln. af fjármálaráðuneyti.
    Til vara: Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir.
  • Steinunn Kristín Pétursdóttir tiln. af þingfl. Frjálslynda flokksins.
    Til vara: Grétar Mar Jónsson.
  • Guðmundur Hallvarðsson tiln. af þingfl. sjálfstæðismanna.
    Til vara: Arnbjörg Sveinsdóttir.
  • Jóhanna Sigurðardóttir tiln. af þingfl. Samfylkingarinnar.
    Til vara: Jóhann Ársælsson.
  • Sigrún Magnúsdóttir tiln. af þingfl. framsóknarmanna.
    Til vara: Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
  • Guðrún Jónsdóttir tiln. af þingfl. Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs.
    Til vara Atli Gíslason.

Með nefndinni starfa Gylfi Kristinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, dr. Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirliti ríkisins, og Margrét Gunnarsdóttir sem verður starfsmaður nefndarinnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta