Norrænn utanríkisráðherrafundur
Hefð er fyrir því að það land sem gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni skipuleggi einnig ráðherrafundi og ýmsa embættismannafundi á vegum utanríkisráðuneytis og verður fyrsti fundur utanríkisráðherra Norðurlanda á þessu ári haldinn í Reykjavík 2.-3. mars.
Ráðherrarnir og fylgdarlið koma til landsins þriðjudaginn 2. febrúar, en utanríkisráðherrafundurinn verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu fyrir hádegi miðvikudagin 3. mars. Á dagskrá hans er m.a. Evrópumál, öryggismál og málefni Afghanístan, Íraks og Miðausturlanda.
Blaðamannafundur verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu að loknum ráðherrafundi kl. 11:00-11:20.