Nr. 3/2004 - Ráðstefna um framfarir og þróun í hrossarækt og hestamennsku
Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu nr. 3/2004:
Hinn 9. dsember 1999 var undirritaður samningur milli forsætisráðherra, lanbúnaðarráðherra, menntamálaráðherra, samgönguráðherra og Sveitarfélagsins Skagafjörður um átaksverkefni til að efla fagmennsku í hrossarækt og þjálfum hrossa, markaðssetningu, hestamennsku, hestaíþróttum og hestatengdri ferðaþjónustu. Sama dag undirrituðu forsætisráðherra og landbúnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, samning við Félag hrossabænda, Landssamband hestamannafélaga, Félag tamningamanna og Bændasamtök Íslands um átaksverkefni um gæðastefnu í ræktun, tamningu, þjálfun, sölu, kynningu og notkun íslenska hestsins. Samningar þessir voru gerðir til fimm ára.
Þar sem brátt líður að lokum þessara tveggja átaksverkefna boðar landbúnaðarráðuneytið til ráðstefnu um framfarir og þróun í hrossarækt og hestamennsku, fimmtudaginn 4. mars n.k. kl. 13:00 - 17:30 í Ársal á Hótel Sögu. Á ráðstefnunni munu forsvarsmenn verkefnanna gera grein fyrir framkvæmd þeirra og því hvað áunnist hefur, sjá meðfylgjandi dagskrá ráðstefnunnar.
Landbúnaðarráðuneytið,
2. mars 2004
Dagskrá ráðstefnu um hrossarækt (81KB)