Styrkir til atvinnuleikhópa 2004
Menntamálaráðuneytið hefur að tillögu leiklistarráðs úthlutað styrkjum til atvinnuleikhópa árið 2004 sem hér segir:
Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör - 11.230 þús. kr. vegna starfssamnings
Leikhópurinn Á senunni - 4.000 þús. kr. til leikstarfsemi
Möguleikhúsið - 4.000 þús. kr. til leikstarfsemi
Vesturport - 4.000 þús. kr. til leikstarfsemi
Himnaríki ehf. - 3.300 þús. kr. til uppsetningar á „Er einhver heima"
Loftkastalinn - 3.000 þús. kr. til uppsetningar á „Grímsævintýri"
Annað svið - 3.000 þús. kr. vegna uppsetningar á „Úlfhamssögu"
Sokkabandið - 2.900 þús. kr. vegna „Elskulegur faðir okkar"
Pars Pro Toto - 2.300 þús. kr. vegna uppsetningar á „Von"
Sögusvuntan ehf. - 1.270 þús. kr. vegna uppsetningar á „Egla í nýjum spegli"
Stoppleikhópurinn- 1.000 þús. kr. vegna uppsetningar á „Sámur og Keli".
Alls bárust umsóknir frá 79 aðilum til 105 verkefna. Þar af 7 umsóknir um starfsstyrki eða til leikstarfsemi. Til úthlutunar voru samtals kr. 40 milljónir. Í leiklistarráði sitja Björn G. Björnsson, formaður, Hjálmar Hjálmarsson og Þórdís Arnljótsdóttir.
Stjórn starfslauna listamanna hefur að tillögu leiklistarráðs ákveðið að veita eftirtöldum leikhópum starfslaun úr Listasjóði sem hér segir:
1. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör | 12 mánuðir |
2. Nútímadanshátíð í Reykjavík | 12 mánuðir |
3. Himnaríki ehf | 11 mánuðir |
4. Vesturport | 10 mánuðir |
5. Sokkabandið | 10 mánuðir |
6. Loftkastalinn | 8 mánuðir |
7. Annað svið | 7 mánuðir |
8. Leikhúskórinn, leikfélag Akureyrar | 6 mánuðir |
9. Hið lifandi leikhús | 6 mánuðir |
10. Möguleikhúsið | 6 mánuðir |
11. Thalamus, leikfélag | 6 mánuðir |
12. Stoppleikhópurinn | 4 mánuðir |
13. Warera | 2 mánuðir. |
Menntamálaráðuneytið, 2. mars 2004