Hoppa yfir valmynd
4. mars 2004 Utanríkisráðuneytið

Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna

Íslenska sendinefndin á fundi kvennanefndar S.þ.
Íslenska sendinefndin á fundi kvennanefndar S.þ.

The Commission on the Status of Women (CSW)

Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (The Commission on the Status of Women - CSW) stendur nú yfir í höfuðstöðvum S.þ í New York. Hjálmar W. Hannesson, sendiherra, fastafulltrúi Íslands hjá S.þ., flutti ræðu 3.mars sl. við almenna umræðu í nefndinni. Fjallaði hann annars vegar um hlutverk karla og drengja í jafnréttismálum og þátttöku kvenna í friðarviðræðum, friðargæslu og friðaruppbyggingu. Þessi tvö þemu voru valin sem aðalumræðuefni yfirstandandi fundar en auk þess er ráðgert að ákveða með hvaða hætti haldið verður upp á 10 ára afmæli kvennaráðstefnunnar í Beijing á næsta ári.

Kvennanefndin fundar einu sinni á ári, tvær vikur í senn og lýkur yfirstandandi fundi 12. mars n.k. Fyrir hönd íslenskra stjórnvalda taka fulltrúar félagsmálaráðuneytis, utanríkisráðuneytis og fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York þátt í fundinum sem áheyrnarfulltrúar.

Ísland tekur sæti í nefndinni til fjögurra ára að loknum yfirstandandi fundi.

Ræða fastafulltrúa fylgir hjálagt.

Nánari upplýsingar um kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna er að finna á: http://www.un.org/womenwatch/daw/csw/

Íslenska sendinefndin á fundi kvennanefndar S.þ.
Íslenska sendinefndin á fundi kvennanefndar S.þ.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta