Hoppa yfir valmynd
8. mars 2004 Matvælaráðuneytið

Humarveiðar

Fréttatilkynning

 

Ráðuneytið hefur í dag að fengnum tillögum samstarfsnefndar um bætta umgengni um auðlindir sjávar gefið út reglugerð, um humarveiðar. Reglugerðin kemur í stað reglugerðar nr. 278, 26. mars 2002, um humarveiðar.

Meginbreytingar frá eldri reglugerðinni felast í því að humarveiðar eru bundnar við átta aðgreind svæði og ná svæðin yfir öll þekkt humarmið. Nefndin hefur farið ítarlega yfir þetta mál og hefur það verið kynnt á vettvangi útvegsmanna og sjómanna. Nokkrar tillögur um breytingar á svæðaskiptingunni bárust nefndinni við umfjöllun málsins og varð nefndin við þeim, og leiddi það til stækkunar svæðanna.

Hjálagt fylgir afrit af reglugerðinni.

 

 

 

 

Sjávarútvegsráðuneytið

8. mars 2004.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta