Hoppa yfir valmynd
15. mars 2004 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands

Samkomulag um stofnun stjórnmálasambands Íslands og Líbíu handsalað
Samkomulag um stofnun stjórnmálasambands Íslands og Líbíu handsalað

Í dag, mánudaginn 15. mars, var undirritað í New York samkomulag um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Líbíu. Fastafulltrúar ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, þeir Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og Ali Abdussalam Treki, sendiherra, undirrituðu samkomulagið.

Frá því öryggisráð SÞ aflétti á dögunum viðskiptabanni á Líbíu hafa samskipti landsins við umheiminn færst í eðlilegt horf. Búist er við því að vestrænir ferðamenn muni leggja leið sína í vaxandi mæli til Líbíu, m.a. vegna þeirra miklu fornminja, sem til eru í landinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta