Hoppa yfir valmynd
16. mars 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Skrá um sýklalyfjanotkun

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun frumvarp þar sem gert er ráð fyrir að sýklalyfjanotkun verði skráð. Brýnt er talið að fylgjast með notkun sýklalyfja vegna hættunnar á ónæmi fyrir sýklalyfjum sem getur verið ógnun við heilsufar manna. Bæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Evrópusambandið hafa hvatt aðildarþjóðir sínar til þess að fylgjast með notkun sýklalyfja af þessum sökum. Þá hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins farið þess á leit við þær stofnanir ESB og EES sem ábyrgð bera á vöktun smitsjúka að þær sinni einnig vöktun á notkun sýklalyfja. Gert er ráð fyrir að upplýsingar um sýklalyfjanotkun verði ópersónugreinanlegar og er sóttvarnalækni falið að mæla fyrir um tilhögun skráningar og öryggi persónuupplýsinga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta