Hoppa yfir valmynd
16. mars 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Um stúdentsprófsskírteini nemenda af starfsnámsbrautum

Í aðalnámskrá framhaldsskóla, almennum hluta sem tók gildi 20. feb. sl. segir m.a. í kafla 8.2 staðall fyrir prófskírteini.

Til grunnskóla, framhaldsskóla, skólaskrifstofa og ýmissa annarra aðila.

Í aðalnámskrá framhaldsskóla, almennum hluta sem tók gildi 20. feb. sl. segir m.a. í kafla 8.2 staðall fyrir prófskírteini.

„Ljúki nemandi af starfsnámsbraut stúdentsprófi með viðbótarnámi skal þess sérstaklega getið og viðbótarnáminu haldið aðgreindu."

Þessu til áréttingar sendir ráðuneytið hér með til viðmiðunar sýnishorn af prófskírteini fyrir nemanda sem hefur lokið starfsnámi og síðan viðbótarnámi til stúdentsprófs.

Sýnishornið sem hér fylgir er ekki bindandi en dregur fram þau atriði sem þurfa að koma fram á prófskírteini viðkomandi nemanda. Einstakir skólar ákveða sjálfir framsetningu þeirra atriða sem varða viðkomandi skóla sérstaklega.

Það er mikilvægt að upplýsingagildi prófskírteina sé eins gott og mögulegt er og því skiptir miklu máli að það gefi skýra mynd af námsferli nemandans.

Nauðsynlegt er að vekja athygli nemandans á því að þegar hann sækir um innritun í annan skóla þá þarf hann að öllum líkindum að leggja fram bæði skírteinin, þ.e. skírteini sem staðfestir að hann hafi lokið starfsnámi og skírteini sem staðfestir að hann hafi lokið viðbótarnáminu og útskrifast með stúdentsprófi.

Um önnur atriði er varða útgáfu prófskírteina vísast til áðurnefnds kafla í aðalnámskrár framhaldsskóla, almennum hluta.

Prófskírteini (doc 29KB)

(Mars 2004)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta