Aflaheimildir í úthafskarfa og kolmunna
FRÉTTATILKYNNING
Aflaheimildir í úthafskarfa og kolmunna
Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag ákveðið leyfilegt heildarveiðimagn fyrir úthafskarfa og kolmunna á árinu 2004.
Er leyfilegt heildarveiðimagn fyrir kolmunna 493 þús. lestir en 55 þús. lestir fyrir úthafskarfa. Veiðiheimildir fyrir úthafskarfa skiptist á tvö veiðisvæði og er heimilt að veiða 45 þús. lestir á innra svæðinu en 10 þús. lestir á því ytra. Er sú skipan óbreytt frá síðasta ári.
Veiðar á úhafskarfa og kolmuna eru háðar leyfum Fiskistofu en rétt til veiða eiga þau skip sem aflaheimildir hafa í þessum tegundum.
Sjávarútvegsráðuneytinu, 17. mars 2004.