Hoppa yfir valmynd
17. mars 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félagsmálaráðherra staðfestir samning við Götusmiðjuna

Félagsmálaráðherra staðfestir samning við Götusmiðjuna
Félagsmálaráðherra staðfestir samning við Götusmiðjuna

Félagsmálaráðherra hefur staðfest samning við Götusmiðjuna ehf. um afnot að húsnæði í Gunnarsholti sem fyrrum var nýtt undir starfsemi vistheimilis.

Götusmiðjan mun flytja alla starfsemi sína frá Árvöllum á Kjalarnesi í Gunnarsholt og mun eftir sem áður hafa það markmið að veita unglingum og ungu fólki sem á við áfengis- og eða fíkniefnavandamál að stríða félagslega aðstoð.

Húsnæðið Götusmiðjunnar á Árvöllum er orðið of lítið og er farið að þrengja verulega að starfseminni. Götusmiðjan sá þá ekki aðra möguleika en að ráðast í viðbyggingar og byggingar á kostnaðarsömum útihúsum eða flytja starfsemina í annað rúmbetra húsnæði.

Eftir nokkra umhugsun var ákveðið að leita að nýju húsnæði fyrir Götusmiðjuna sem þjónað gæti starfseminni betur og byði upp á frekari fjölbreytni í meðferðarstarfinu.

Húsnæði í Gunnarsholti/Akurhóli er talið henta mjög vel fyrir starfsemina og býður upp á það sem á vantaði. Einnig er Gunnarsholt í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Félagsmálaráðuneytið og Götusmiðjan fagna þessu framfaraspori í þjónustu við ungt fólk og væntir góðs árangurs af því starfi sem mun fara fram í Gunnarsholti.

Frá staðfestingu samningsins:

121-2184_img121-2189_img 121-219000121-2186_img 121-2191_img121-2188_img


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta