Hoppa yfir valmynd
17. mars 2004 Utanríkisráðuneytið

Kosningaeftirlit við forsetakosningar í Rússlandi

Forsetakosningar fóru fram í Rússlandi s.l. sunnudag þ. 14. mars og í gærkvöldi komu til landsins þrír kosningaeftirlitsmenn sem utanríkisráðuneytið sendi til eftirlits með þeim. Þeir sem fóru voru Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður sem var staðsett í Krasnodar í S-Rússlandi, Sigmar Guðmundsson fréttamaður sam var í borginni Izhevsk við rætur Úralfjalla og Ásta Rut Jónasdóttir frá utanríkisráðuneytinu sem fór til borgarinnar Bural í Altai héraði í Síberíu. Þau voru í hópi um 400 eftirlitsmanna á vegum ÖSE sem fylgdust með kosningunum ásamt eftirlitsmönnum á vegum þingmannasamtaka ÖSE og þingmannasamtaka Evrópuráðsins. Þátttaka Íslands í kosningareftirlitinu fellur undir aukið framlag utanríkisráðuneytisins til uppbyggingar- og friðarstarfs á vegum ÖSE, Sameinuðu þjóðanna og NATO.

Nánari upplýsingar um forsetakosningarnar í Rússlandi má finna á heimasíðu ÖSE á slóðinni www.osce.org.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta