Hoppa yfir valmynd
18. mars 2004 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Benedikt Ásgeirsson, sendiherra, afhenti 16. þ.m. dr. Bakili Muluzi, forseta Lýðveldisins Malaví, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Malaví med aðsetur í Mósambík.

Þróunarsamstarf Íslands og Malaví hófst árið 1989 og var í upphafi einkum á sviði fiskirannsókna, en í Malavívatni eru auðug fiskimið. Í millitíðinni hefur samstarfið aukist og nær nú einnig til heilsugæslu, sjókortagerðar og margvíslegra menntunarverkefna. Unnið er við uppbyggingu grunnskóla og stuðningur veittur til fullorðinsfræðslu, sjómannanáms og fiskeldismenntunar. Auk þess er í undirbúningi nýtt fiskimálaverkefni sem hefjast mun síðar á þessu ári. Malaví er eitt af fjórum samstarfslöndum Íslands á sviði þróunarsamvinnu en þau eru öll í sunnan- og austanverðri Afríku.  Í Malaví er umfangsmesta þróunarsamstarf Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta