Hoppa yfir valmynd
18. mars 2004 Innviðaráðuneytið

Íslensk ferðaþjónusta í Berlín

Nýlokið er í Berlín einni stærstu ferðakaupstefnu í heimi, Internationale Tourismus-Börse (ITB).

Sýningin hefur verið haldin árlega í á þriðja áratug. Ferðamálaráð Íslands hefur tekið þátt í henni frá upphafi og kynnt þar Ísland og íslenska ferðaþjónustu. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, heimsótti sýninguna síðastliðinn mánudag og bauð íslensku sýnendunum og fulltrúum erlendra ferðaskrifstofa til móttöku á sýningarsvæði Ferðamálaráðs.

Í ár kynntu 26 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki þjónustu sína á sýningunni auk Ferðamálaráðs sem skipulagði þátttökuna. Er það talsverð fjölgun frá því í fyrra þegar 15 íslensk fyrirtæki voru meðal sýnenda. Auk fyrirtækja sem tóku þátt sem sýnendur komu fyrirtæki í viðskiptaerindum frá Íslandi. Um 60 starfsmenn íslenskrar ferðaþjónustu unnu að því að koma Íslandi á framfæri í samkeppni við ferðaþjónustuaðila frá um 150 öðrum löndum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum