Samstarf heilbrigðisstofnana
Samstarf heilbrigðisstofnana fer vaxandi og reynsla af því er góð. Þetta kom fram í máli heilbrigðismálaráðherra þegar hann svaraði fyrirspurn um málið frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur, Samfylkingu. Fram kom í svari ráðherra að sérfræðingar í ýmsum greinum hefðu farið á heilbrigðisstofnanirnar á landsbyggðinni til þess að veita þar beina þjónustu í ýmsum sérgreinum, starfað um nokkurra daga skeið og unnið í samstarfi við heimamenn. Dæmi væri um að skurðlæknar tækju þátt í samstarfi af þessu tagi, lyflæknar, geðlæknar, og barnalæknar.
Svar ráðherra... (pdf.skjal)