Hoppa yfir valmynd
18. mars 2004 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands

Undirritun stjórnmálasambands við Afganistan
Undirritun stjórnmálasambands við Afganistan

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og Ravan Farhadi, sendiherra, fastafulltrúi Afganistans hjá S.þ. undirrituðu í New York 17. mars 2004, samkomulag um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna. Þessi tvö ríki ásamt Svíþjóð, gerðust aðildarríki S.þ. sama dag, hinn 19. nóvember 1946.

Íslenska friðargæslan tekur við stjórn flugvallarins í Kabúl á vegum Atlantshafsbandalagsins 1. júní nk.

Síðdegis sama dag, undirrituðu svo Hjálmar W. Hannesson og Eladio Loizaga, sendiherra og fastafulltrúi Paragvæ hjá S.þ. samkomulag um stofnun stjórnmálasambands Íslands og Paragvæ.

Undirritun stjórnmálasambands við Paragvæ

 

 

 



 


Undirritun stjórnmálasambands við Paragvæ

Hjálmar W. Hannesson og Eladio Loizaga.

 

Undirritun stjórnmálasambands við Afganistan
Undirritun stjórnmálasambands við Afganistan

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta