Hoppa yfir valmynd
19. mars 2004 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Benedikt Jónsson, sendiherra, afhenti í dag 19. mars 2004, Islam Karimov, forseta Úsbekistan, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Úsbekistan með aðsetur í Moskvu.

Í tengslum við afhendingu trúnaðarbréfs í Tashkent mun sendiherra funda með utanríkisráðherra og utanríkisviðskiptaráðherra Úsbekistan. Sendiherra mun m.a. kynna framboð Íslands til öryggisráðs SÞ árin 2009-2010 og kanna möguleika á viðskiptum milli landanna. Jafnframt mun sendiherra kanna möguleika á gerð tvíhliða samstarfssamninga. Ísland og Úsbekistan stofnuðu stjórnmálasamband 25. september 1997.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta