Hoppa yfir valmynd
19. mars 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félagsmálaráðherra í Prag

Félagsmálaráðherra í Prag
Félagsmálaráðherra í Prag

Fréttatilkynning

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra átti í dag fund í Prag með sveitarstjórnarmálaráðherra Tékklands hr. Josef Postránecký.

Á fundinum var farið yfir stöðu og framtíð sveitarstjórnarstigsins í viðkomandi löndum, ekki síst í ljósi þeirra breytinga sem framundan eru með stækkun ESB.

Rætt var um verkefni í báðum ríkjunum sem miða að því að efla sveitarstjórnarstigið, færa aukin verkefni til sveitarfélaga og sameina þau.

Jafnframt lýstu ráðherrarnir áhuga á að vinna að því að þróa samstarf og samskipti ráðuneytanna á þessu sviði, m.a. með embættismannaskiptum og upplýsingagjöf.

Fleiri myndir:

122-2224_IMG 122-2232_IMG 122-2226_IMG
122-2231_IMG 122-2233_IMG 122-2227_IMG


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum