Hoppa yfir valmynd
19. mars 2004 Utanríkisráðuneytið

Ráðherra ræðir íslenska útrás í Lundúnum

Frá hádegisverðarfundi Bresk-íslenska verslunarráðsins
Frá hádegisverðarfundi Bresk-íslenska verslunarráðsins
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, var heiðursgestur á hádegisverðarfundi á vegum Bresk-íslenska verslunarráðsins í London 18 mars sl. Þátttakendur voru breskir og íslenskir félagar í Bresk-íslenska verslunarráðinu ásamt sendiherra Íslands á staðnum, Sverri Hauki Gunnlaugssyni, og verðandi sendiherra Breta á Íslandi, Alph Mehmet. Utanríkisráðherra ræddi í upphafi máls síns um útrás íslenskra fyrirtækja til Bretlands og þörf á erlendum fjárfestingum á Íslandi. Bretland væri mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslendinga og nauðsynlegt væri að halda góðu samstarfi á milli landanna. Ræddi hann einnig um stöðu Íslands í Evrópusamvinnunni og þann áfanga sem náðst hefði með stækkun EES. Þá fjallaði utanríkisráðherra um og rökstuddi ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að styðja Bandaríkin og Bretland í stríðinu við Írak. Utanríkisráðherra svaraði síðan ýmsum fyrirspurnum frá félagsmönnum Bresk- íslenska verslunarráðsins, m.a. um umhverfi erlendra fjárfestinga á Íslandi, líkurnar á inngöngu Íslands í Evrópusambandið, evruna og hvalveiðar í vísindaskyni. Fyrr um daginn heimsótti utanríkisráðherra tryggingafyrirtækið “Lloyds of London” og eftir hádegisverðarfundinn fór utanríkisráðherra í skoðunarferð í verksmiðjur “Katsouris Fresh Food Ltd” í London sem er í eigu Bakkavarar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta