Ársfundur Íslensk-ameríska verlsunarráðsins í New York
Davíð Oddsson, forsætisráðherra, verður heiðursgestur og aðalræðumaður á ársfundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins sem haldinn verður í Norræna húsinu, „Scandinavia House, Nordic Center in America“ í New York miðvikudaginn 14. apríl n.k. Aðild að ráðinu eiga helstu fyrirtæki á á sviði viðskipta milli Íslands og Bandaríkjanna.
Þriðjudaginn 13. apríl opnar forsætisráðherra sýningu á verkum Errós í Greys Art Gallery í New York, en það er rekið í tengslum við New York háskóla. Sýningin er samstarfsverkefni Greys Art Gallery og Listasafns Reykjavíkur. Erró verður viðstaddur opnunina og tekur þátt í umfangsmikilli dagskrá, sem helguð er list hans, á vegum Göthe stofnunarinnar í New York og Greys Art Gallery.
Í Reykjavík, 29. mars 2004.