Hoppa yfir valmynd
29. mars 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sameiginleg undirritun kennslusamninga við Kennaraháskóla Íslands, Tækniháskóla Íslands og Háskólann á Akureyri

Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og rektorar Kennaraháskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Tækniháskóla Íslands, undirrita í dag, mánudaginn 29. mars, kl 16:00 í bókasal Þjóðmenningarhúss samninga um kennslu og rannsóknir við skólana.

Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og rektorar Kennaraháskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Tækniháskóla Íslands, undirrita í dag, mánudaginn 29. mars, kl 16:00 í bókasal Þjóðmenningarhúss samninga um kennslu og rannsóknir við skólana.

Í samningunum birtist stefna stjórnvalda í málefnum háskólanna og skýrð eru hlutverk þeirra í rannsóknum.

Gert er ráð fyrir að skólarnir geri hver um sig fimm ára áætlun um starfsemi sína sem taki m.a. hliðsjón af stefnu ríkisstjórnarinnar um árangursstjórnun í ríkisrekstri. Í samningunum er fjallað um fjárveitingar til kennslu og skýrt er hvernig uppgjör á nemendatölum skuli fara fram. Gæðamál skólanna eru í brennidepli og lögð er sú skylda á skólana að þeir þrói áfram og styrki gæðamál sín vegna kennslu, m.a. til að bæta þjónustu við nemendur. Menntamálaráðuneytið mun hins vegar gera áætlun um ytri gæðaúttektir á starfsemi skólanna til allt að þriggja ára. Þær prófgráður sem skólarnir bjóða upp á, og greitt er fyrir skv. samningi, koma fram í viðauka.

Við gerð samninganna hefur það verið sameiginleg niðurstaða skólanna og ráðuneytisins að leggja áherslu á alþjóðasamskipti. Gert er ráð fyrir að skólarnir taki þátt í þeim samstarfsáætlunum og verkefnum sem stjórnvöld eru aðilar að. Í samningunum er jafnframt lögð áhersla á samstarf háskóla hér heima, m.a. er gert ráð fyrir að hver skóli setji reglur um gagnkvæma viðurkenningu námsþátta. Markmiðið er að auka möguleika nemenda til að fá nám sitt metið milli háskóla.

Að lokum er fjallað um hvaða áherslur gilda um rannsóknarhlutverk skólanna og fjárframlög til rannsóknarstarfsemi þeirra. Hlutverk skólanna í rannsóknum byggir á lögum og reglum sem gilda um skólana og samþykktri Vísinda- og tæknistefnu stjórnvalda frá 18. desember 2003.

Menntamálaráðuneytið 29. mars 2004

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta