Hoppa yfir valmynd
30. mars 2004 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Afhending trúnaðarbréfs í Panama
Afhending trúnaðarbréfs í Panama

Guðmundur Eiríksson, sendiherra, afhenti 30. mars 2004, frú Mireya Elisa Moscoso Rodríguez, forseta Panama, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Panama með aðsetur í Ottawa. Viðstaddir við athöfnina voru einnig Harmodio Arias Cerjack utanríkisráðherra og Alexander Demetrios Psychoyos ræðismaður Íslands.

Sendiherra gekk á fund Arias utanríkisráðherra 29. mars. Á fundinum var rætt almennt um hin góðu samskipti milli Íslands og Panama. Sendiherra afhenti utanríkisráðherra orðsendingu þar sem leitað er stuðnings Panama við framboð Íslands til Öryggisráðs SÞ árin 2009-2010.

Hjálagt fylgir yfirlitsskýrsla um Panama.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta