Afhending trúnaðarbréfs
Guðmundur Eiríksson, sendiherra, afhenti 30. mars 2004, frú Mireya Elisa Moscoso Rodríguez, forseta Panama, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Panama með aðsetur í Ottawa. Viðstaddir við athöfnina voru einnig Harmodio Arias Cerjack utanríkisráðherra og Alexander Demetrios Psychoyos ræðismaður Íslands.
Sendiherra gekk á fund Arias utanríkisráðherra 29. mars. Á fundinum var rætt almennt um hin góðu samskipti milli Íslands og Panama. Sendiherra afhenti utanríkisráðherra orðsendingu þar sem leitað er stuðnings Panama við framboð Íslands til Öryggisráðs SÞ árin 2009-2010.
Hjálagt fylgir yfirlitsskýrsla um Panama.