Hoppa yfir valmynd
31. mars 2004 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Framtíðarsýn um rafræna stjórnsýslu

Skýrsla Hugvits um rafræna stjórnsýslu - forsíða
Skýrsla Hugvits um rafræna stjórnsýslu - forsíða

Fyrirtækið Hugvit hefur í samráði við stefnumótunarnefnd um upplýsingasamfélagið sem starfaði á vegum forsætisráðuneytis 2003-2004 unnið að skýrslu um framtíðarsýn um rafræna stjórnsýslu. Stefnumótunarnefndin vann að mótun þeirrar nýju stefnu um upplýsingasamfélagið sem kynnt var í mars 2004. Skýrslan var unnin jafnhliða stefnumótunarvinnunni. Markmiðið var að skýrslan nýttist ekki einungis þeim sem komu að stefnumótunarferlinu heldur einnig þeim sem koma að framkvæmd stefnunnar.

Í skýrslunni eru sett fram markmið varðandi rafræna stjórnsýslu og íbúalýðræði, óháð tæknilegum lausnum, með þarfir notandans að leiðarljósi. Leitast er við að varpa ljósi á það með hvaða hætti öryggi gagna og persónuupplýsinga sé best tryggt, án þess að hefta notagildi eða möguleika til hagræðingar. Tekið var tillit til mikilvægra þátta í stjórnsýslu svo sem gegnsæi og rekjanleika og lagðar fram tillögur að fyrirkomulagi sem muni auka skilvirkni og hagkvæmi þjónustu við alla hagsmunaðila og örva virka þátttöku almennings í stefnumótun og ákvarðanatökuferlum með notkun upplýsingatækni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta