Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2004
Úthlutað hefur verið úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla í sjötta sinn. Auglýst var eftir umsóknum í desember 2003 og var umsóknarfrestur gefinn til 31. janúar 2004. Alls bárust umsóknir frá 64 aðilum til 175 verkefna og var samanlögð upphæð þeirra ríflega 50 milljónir króna. Til úthlutunar voru um 22 milljónir króna.
Við mat á umsóknum var tekið mið af því hver þörfin var á hverjum stað, forgangsröðun skólaskrifstofa í verkefnavali, fjölda kennara og fagmennsku og gæða verkefna.
Tillaga sjóðstjórnar fyrir árið 2004 er á þá leið að veittur verði styrkur til 132 verkefna samkvæmt umsóknum fyrir samtals kr. 18.200.000.-. Stjórn sjóðsins ákvað auk þess að leggja til að veittur yrði 3ja milljón króna styrkur til verkefnis Olweusar gegn einelti. Samtals er því úthlutað kr. 21.200.000 -.
Eftirtaldir aðilar og verkefni fá styrki úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2004. Sjá meðfylgjandi skjal.
Uthlutun2004 (doc - 44KB)