Hoppa yfir valmynd
1. apríl 2004 Utanríkisráðuneytið

Alþjóðaráðstefna um Afganistan í Berlín

Nr. 012

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, situr nú alþjóðaráðstefnu sem fram fer í Berlín 31. mars til 1. apríl 2004. Á ráðstefnunni er rætt um friðarferlið í Afganistan, framtíð landsins og enduruppbyggingu.

Í ávarpi sínu á ráðstefnunni skýrði utanríkisráðherra frá því að ákveðið hafi verið að Ísland taki við stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl 1. júní 2004 í umboði alþjóðlegu öryggissveitanna í Afganistan (International Security Assistance Force-ISAF). Utanríkisráðherra greindi jafnframt frá því að Íslendingar hafi nú þegar aðstoðað við flutning á hjálpargögnum til Afganistan og að til greina kæmi að kosta frekari flutning á hjálpargögnum til landsins.

Fulltrúar um 60 ríkja og alþjóðastofnana sitja Berlínarráðstefnuna.

Nánar er fjallað um ráðstefnuna og enduruppbyggingu Afganistan undir "Efst á baugi" á vefsíðu ráðuneytisins.

Hjálagt fylgir ávarp utanríkisráðherra á Berlínarráðstefnunni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta