Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Íslandsdagur á heimssýningunni í Japan, EXPO 2005

Ákveðið hefur verið að efna til menningarkynningar á sérstökum þjóðardegi Íslands hinn 15. júlí 2005 á heimssýningunni í Aichi í Japan. Hafið er sérstakt þema þjóðardagsins að þessu sinni.

Ákveðið hefur verið að efna til menningarkynningar á sérstökum þjóðardegi Íslands hinn 15. júlí 2005 á heimssýningunni í Aichi í Japan. Hafið er sérstakt þema þjóðardagsins að þessu sinni. Til að kanna áhuga listamanna á því að koma fram á þessum degi er hér með óskað eftir umsóknum frá einstaklingum og hópum. Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. og skal umsóknum skilað til menntamálaráðuneytis, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, merktum EXPO 2005. Í umsókn þurfa að koma fram ítarlegar upplýsingar um verkefnið og þátttakendur, kostnaðaráætlun og þörf fyrir nauðsynlega aðstöðu. Ákvörðun um val á verkefnum og styrki til þeirra ræðst meðal annars af umsóknum samkvæmt auglýsingu þessari.

Nánari upplýsingar veitir lista- og safnadeild menntamálaráðuneytis.

Frekari upplýsingar um heimssýninguna er að finna á vef sýningarinnar http://www.expo2005.or.jp/

Menntamálaráðuneytið, 2. apríl 2004

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum