Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Prófanefnd tónlistarskóla

Vakin er athygli á vefsíðu prófanefndar www.profanefnd.is

Til skólastjóra tónlistarskóla

Aðalnámskrá tónlistarskóla sem gildi tók 1. júní 2000 er nú að fullu komin til framkvæmda að öðru leyti en því að ný greinanámskrá í tónfræðagreinum mun taka gildi frá og með næsta skólaári. Með gildistökunni falla eldri námskrár úr gildi. Stjórnendur og kennarar tónlistarskóla eru hvattir til að kynna sér ítarlega aðalnámskrár tónlistarskóla, bæði almennan hluta og greinanámskrár.

Samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla skiptist almennt tónlistarnám í þrjá megináfanga, þ.e. grunnnám, miðnám og framhaldsnám, og lýkur hverjum hluta með áfangaprófi, annars vegar í hljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðagreinum (grunnpróf, miðpróf, framhaldspróf). Í aðalnámskrá er tónlistarskólum þó heimilt að skipta megináföngunum niður í smærri áfanga eða stig og eftir atvikum ljúka þeim með stigsprófum. Samkvæmt aðalnámskrá eru þau próf alfarið á vegum tónlistarskólanna sjálfra. Áfangapróf, sem þreytt eru við lok grunnnáms, miðnáms og framhaldsnáms, lúta hins vegar sérstökum reglum sem kveðið er á um í megindráttum í aðalnámskrá en frekari útfærsla þeirra var falin nefnd á vegum tónlistarskóla, rekstraraðila þeirra og menntamálaráðuneytis. Meginniðurstaða nefndarinnar var að stofnuð skyldi sjálfstæð Prófanefnd tónlistarskóla til að annast framkvæmd áfangaprófa. Ráðuneytið hefur fylgst með starfsemi Prófanefndar tónlistarskóla frá upphafi og veitt nefndinni fjárstuðning, bæði vegna prófdómaranámskeiðs og undirbúnings prófakerfisins. Fyrstu grunn- og miðpróf á vegum Prófanefndar verða haldin nú í vor en framhaldspróf í skilningi aðalnámskrár verða ekki þreytt fyrr en skólaárið 2004–2005.

Vakin er athygli á vefsíðu prófanefndar www.profanefnd.is.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta