Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2004 Utanríkisráðuneytið

Undirritun ferðasamkomulags

Undirritun samkomulags um ferðamál
Undirritun samkomulags um ferðamál

Á annan í páskum var undirritað samkomulag um ferðamál milli Íslands og Kína. Eiður Guðnason sendiherra undirritaði samkomulagið fyrir Íslands hönd og He Guangwei, ráðherra ferðamála í Kína, fyrir hönd heimamanna. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, sem nú er í heimsókn í Kína ásamt viðskiptasendinefnd, var viðstödd undirritunina.

Með samkomulaginu hefst formlegt ferðamálasamstarf þjóðanna. Það gerir Kínverjum kleift að fara í skipulagðar hópferðir til Íslands og eyðir þeim vandamálum sem verið hafa á þessu sviði. Er Ísland í hópi um það bil 40 ríkja sem hafa lokið við gerð slíks samkomulags við kínversk stjórnvöld.

 

Ferðamálasamkomulagið milli Íslands og Kína auðveldar og íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum að sækja fram á þessum markaði auk þess sem sendiráðið í Peking og aðrir opinberir aðilar geta markvisst hafið kynningu á Íslandi sem áfangastað fyrir kínverska ferðamenn.

Undirritun samkomulags um ferðamál
Undirritun samkomulags um ferðamál

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta