Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2004 Matvælaráðuneytið

Útrásarráðstefna

Útrásarráðstefna -taktu frá tíma!

Sjávarútvegsráðuneytið og Útflutningsráð Íslands munu standa fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 29. apríl nk. frá kl. 13:15-17:00 í Salnum, Kópavogi. Ráðstefnan ber vinnuheitið "Tækifæri sjávarútvegsins" og mun fjalla um útrásartækifæri greinarinnar. Markmiðið er að ráðstefnan geti varpað skýrari sýn á það hvar og hvernig áherslur greinarinnar eigi að liggja og hvort hið opinbera geti skapað betri umgjörð til að ýta undir frekari sókn.

Ráðstefnunni verður skipt í tvo hluta.

Í fyrri hluta kl. 13:15, mun sjávarútvegsráðherra Árna M. Mathiesen setja ráðstefnuna og í kjölfar þess verða haldnir 4-5, 20 mín. fyrirlestrar. Í þessum hluta er ekki síst verið að horfa til reynslu þeirra sem náð hafa árangri í viðskiptum erlendis burt séð frá því í hvaða grein þeir starfa.

Að loknum fyrri hluta ráðstefnunnar verður tekið kaffihlé.

Í síðari hluta sem mun hefjast milli kl. 15-15.30 verða pallborðsumræður þar sem aðilar í sjávarútvegi miðla af reynslu sinni af útrásaverkefnum í sjávarútvegi.

Dagskrá

Erindi:

Kristján Þ. Davíðsson, forstjóri Granda (2.45Mb)

Jón Scheving Thorsteinsson (46.0 Kb)

Örn Viðar Skúlason, forstjóri SÍF (117Kb)

Kristján Hjaltason, framkvæmdastjóri SH þjónustu ehf. (3.91Kb)



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum