Úthlutun úr Þróunarsjóði grunnskóla 2004
Þróunarsjóður grunnskóla starfar samkvæmt reglum sem menntamálaráðherra setur á grundvelli 52. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla. Tilgangur sjóðsins er að efla nýjungar, tilraunir og nýbreytni í skipulagi náms, kennsluháttum, námsgögnum og mati í grunnskólum.
Í janúar 2004 var auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna á tveimur forgangssviðum:
A. Læsi til menntunar
B. Fjölbreytt námsmat.
Auk þess var auglýst eftir almennum þróunarverkefnum.
Fimm manna ráðgjafarnefnd metur umsóknir og gerir tillögur til menntamálaráðherra um styrkveitingar. Í nefndinni eru fulltrúar frá Kennaraháskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, samtökum kennara og skólastjóra og menntamálaráðuneytinu.
Menntamálaráðherra hefur ákveðið, að tillögu ráðgjafarnefndar, að veita styrki að upphæð alls 12,1 milljónir króna til 33 verkefna, en samtals voru umsóknir að þessu sinni 63.
Menntamálaráðherra hefur ákveðið að nýtt forgangssvið Þróunarsjóðs grunnskóla árið 2005 verði lýðræði í skólastarfi en Íslendingar leggja áherslu á lýðræði í formennskuáætlun Íslands í norrænu samstarfi 2004. Auglýst verður eftir umsóknum í byrjun janúar 2005.
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands annast umsýslu Þróunarsjóðs grunnskóla skv. samningi við menntamálaráðuneytið. Vísað er á vef stofnunarinnar um frekari upplýsingar. rannsokn.khi.is
- Eftirtalin verkefni hafa fengið styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla skólaárið 2004 - 2005 (xls - 18KB)