Úthlutun úr Þróunarsjóði leikskóla árið 2004
Þróunarsjóður leikskóla starfar samkvæmt reglum nr. 163/2001 sem settar eru á grundvelli 5. gr. laga nr. 78/1994 um leikskóla. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunarverkefnum í leikskólum með hliðsjón af aðalnámskrá leikskóla. Með þróunarverkefnum er átt við nýjungar, tilraunir og nýbreytni í leikskólastarfi.
Í janúar sl. var auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna á tveimur forgangssviðum:
- A. Samstarf leikskóla og foreldra
- B. Starf með yngri börnum í leikskóla.
Auk þess var auglýst eftir almennum þróunarverkefnum.
Þriggja manna úthlutunarnefnd metur umsóknir og gerir tillögur til menntamálaráðherra um styrkveitingar. Í nefndinni eru fulltrúar frá Háskólanum á Akureyri, Félagi leikskólakennara og menntamálaráðuneytinu. Umsýsla með Þróunarsjóði leikskóla er í höndum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands samkvæmt sérstökum samningi við menntamálaráðuneytið.
Menntamálaráðherra hefur ákveðið, að tillögu úthlutunarnefndar, að veita styrki að upphæð alls 2.750 þús. kr. til samtals 10 verkefna.
Menntamálaráðherra hefur ákveðið að nýtt forgangssvið Þróunarsjóðs leikskóla árið 2005 verði „lýðræði í leikskólastarfi" en eitt af markmiðum leikskóla skv. lögum um leikskóla nr. 78/1994 og aðalnámskrá leikskóla er að leggja ber grunn að því að börnin verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Auk þess leggja Íslendingar áherslu á lýðræði í formennskuáætlun Íslands í norrænu samstarfi 2004.
Eftirtalin verkefni hljóta styrk úr Þróunarsjóði leikskóla skólaárið 2004-2005:
- Bifröst - brú milli heima kr. 500.000,-
Leikskólinn Iðavöllur, Akureyri - Litlu manneskjurnar í leikskólanum kr. 500.000,-
Hildur Skarphéðinsdóttir - Vísindaleikir kr. 400.000,-
Kristín Norðdahl - Einstaklingsmiðað nám kr. 250.000.-
Leikskólinn Brimver, Eyrarbakka - Ég og leikskólinn minn - ferlimöppur til að skapa markvisst upplýsingaflæði milli skóla og heimilis kr. 250.000,-
Leikskólinn Sólvellir, Grundarfirði - Lifandi lestur - samvinnuverkefni leikskóla og heimila kr. 250.000,-
Leikskólinn Holt, Njarðvík - Stafagaldur - leikur með stafi, hljóð og ævintýri kr. 200.000,-
Heilsuleikskólinn Urðarhóll, Kópavogi - Systkin öll erum við - þróunarstarf sem stuðlar að vináttu yngri barna kr. 150.000,-
Leikskóli KFUM og KFUK, Vinagarður, Reykjavík - Brú yfir boðaföllin kr. 125.000,-
Bæjarskrifstofur Garðabæjar - Menningarheimar mætast kr. 125.000,-
Leikskólinn Klambrar, Reykjavík
Menntamálaráðuneytið, 14. apríl 2004