Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2004 Utanríkisráðuneytið

Ráðherrafundur Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC)

Logo OECD - Efnahags- og framfarastofnunin
Efnahags- og framfarastofnunin

Ráðherrafundur Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) fer fram 15.-16. apríl í París og tekur Gunnar Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu þátt í störfum fundarins í fyrsta skipti, en Ísland hefur nýlega sótt um aðild að nefndinni.

Í ávarpi sínu gerði ráðuneytisstjóri grein fyrir þróunarsamvinnu Íslands, meðal annars vinnu við stefnumótun í þróunarsamvinnu til næstu ára. Ennfremur upplýsti ráðuneytisstjóri fundinn um stóraukin framlög Íslands til þróunarmála, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, úr 0,19% á yfirstandandi ári í 0,35% á árunum 2008 til 2009.

Á ráðherrafundinum í París verður meðal annars rætt um framgang Þúsaldarmarkmiða um þróun, sem miða að minnkun fátæktar um helming fyrir árið 2015 og tengsl öryggismála og þróunarmála, en samtvinnun þessara tveggja þátta utanríkismála hefur verið mjög til umræðu innan DAC.

Gert er ráð fyrir að aðildarumsókn Íslands að DAC verði formlega samþykkt á fundi DAC í desember n.k.

Hjálagt fylgir ávarp ráðuneytisstjóra frá ráðherrafundinum (á ensku).

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta