Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2004 Utanríkisráðuneytið

Undirritun stjórnmálasambands

Undirritun stjórnmálasambands við Tsjad
Undirritun stjórnmálasambands við Tsjad

Hjálmar W. Hannesson sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og Kuomtog Laotegguelnodji, sendiherra Tsjad, undirrituðu í gær, miðvikudag, í New York samkomulag um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.

Tsjad er landlukið mið-Afríkuríki og meðal fátækustu ríkja heims. Íbúafjöldi er tæpar sjö milljónir. Baðmull hefur lengi verið helsta afurð landsmanna, en nú er hafin þar olíuvinnsla úr jörðu, sem gefur vonir um batnandi tíma.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta