Jafnréttismál í umhverfisráðuneytinu
Á Morgunvaktinnni á RÚV í morgun var fjallað um jafnréttismál í Stjórnarráðinu og var m.a. rætt við Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismann. Hún sagði m.a. þetta um hlutfall kvenna í nefndum og ráðum á vegum ráðuneytanna " Það hefur hækkað aðeins í fjármálaráðuneytinu, iðnaðar-, viðskipta- og umhverfisráðuneytinu og umhverfisráðuneytið virðist bara standa sig ágætlega í þessu og þar má líka nefna að í umhverfisráðuneytinu að þá voru fleiri konur við stjórnunarstörf en karlar, þannig að umhverfisráðherra virðist standa sig ágætlega að því er þetta varðar. "
Umhverfisráðherra hélt starfsmönnum ráðuneytisins jafnréttiskaffi í dag í tilefni af þessum ummælum Jóhönnu Sigurðardóttur í morgun og góðum árangri í jafnréttismálunum undanfarið. Siv sagðist vera þakklát Jóhönnu vegna þessara ummæla og sagði að henni hefði hlýnað um hjartarætur þegar hún heyrði þau í útvarpinu í morgun. Siv þakkaði líka starfsmönnum ráðuneytsins fyrir þeirra starf að jafnréttismálum.