Umhverfismál í hnattvæddu efnahagskerfi
Þriðjudaginn 20. apríl hefst í París tveggja daga fundur umhverfisráðherra aðildarríkja Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar (OECD). Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra tekur þátt í fundinum.
Á fundinum verður farið yfir árangur ríkjanna í því að ná umhverfismarkmiðum OECD og leiðir til umbóta með því að auka nýtni, skilvikni í framkvæmd umhverfisstefnu og að með því að auka tillit til umhverfisáhrifa við almenna stefnumörkun stjórnvalda. Staða umhverfismála í hnattvæddu efnahagskerfi samtímans og leiðir til þess að draga úr ríkisstuðningi sem hefur neikvæð áhrif á umhverfið eru meðal viðfangsefna fundarins. Einnig verður fjallað um starf OECD að sjálfbærri þróun og við framfylgd ákvarðana leiðtogafundarins um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg árið 2002.
Fréttatilkynning nr. 10/2004
Umhverfisráðuneytið