Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2004 Innviðaráðuneytið

Þrjú frumvörp í flugmálum

Samgönguráðherra hefur nýlega fengið samþykki ríkisstjórnar og þingflokka stjórnarflokkanna fyrir framlagningu þriggja frumvarpa á sviði flugmála. Samgönguráðherra mun væntanlega mæla fyrir frumvörpunum á Alþingi næstkomandi föstudag.

Tvö þessara frumvarpa eru vegna innleiðingar hins svokallaða Montreal-samnings. Annað þeirra, frumvarp til laga um breytingu á loftferðalögum nr. 60/1998, inniheldur einnig tillögur um breytingar á gjaldtöku. Hitt er frumvarp til breytinga á lögum nr. 41/1949 um gildistíma alþjóðsamnings um samræmingu nokkurra reglna varðandi loftflutninga milli landa með síðari breytingum. Bæði frumvörpin þurfa að afgreiðast samhliða frá Alþingi.

Þriðja frumvarpið er frumvarp til laga um breytingu á lögum um flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála nr. 31/1987. Hin efnislega breyting felst í því að núverandi flugvallargjald fellur niður, en í staðinn verði tekið upp nýtt gjald á farþega í millilandaflugi, svokallað varaflugvallargjald. Einnig er lagt til að nýr skattur, flugvallarskattur, verði lagður á alla farþega, hvort sem um er að ræða í innanlands- eða millilandaflugi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta