Dagskrá útrásarráðstefnu
Sjávarútvegsráðuneytið og Útflutningsráð Íslands munu standa fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 29. apríl nk. frá kl. 13:15-17:00 í Salnum, Kópavogi. Ráðstefnan ber vinnuheitið "Tækifæri sjávarútvegsins" og mun fjalla um útrásartækifæri greinarinnar. Markmiðið er að ráðstefnan geti varpað skýrari sýn á það hvar og hvernig áherslur greinarinnar eigi að liggja og hvort hið opinbera geti skapað betri umgjörð til að ýta undir frekari sókn.