Hoppa yfir valmynd
21. apríl 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ferð starfsmanna ráðuneytisins til Prag

Félagsmálaráðuneytinu hefur borist fyrirspurn frá DV vegna ferðar Starfsmannafélags ráðuneytisins til Prag í mars sl. Af því tilefni hefur ráðuneytið og starfsmannafélagið upplýst eftirfarandi:


1. Hver var tilgangur ferðarinnar?

Svar:

Ferðin var á vegum Starfsmannafélags félagsmálaráðuneytisins og var skipulögð sem fræðslu- og skemmtiferð. Fræðilegur hluti ferðarinnar var tvískiptur. Í heimsókn í innanríkisráðuneyti Tékklands var kynning og umræður um breytingar og umbætur á tékkneskri stjórnsýslu, með sérstakri áherslu á sveitarstjórnarstigið. Einnig var rætt um mögulega samvinnu Íslands og Tékklands og hugsanlegt fyrirkomulag á samstarfi ráðuneytanna. Greint var frá fundi þessum í fréttatilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins þann 19. mars sl. Jafnframt hefur félagsmálaráðherra vitnað til fundarins í umræðum á Alþingi. Að lokinni heimsókninni í innanríkisráðuneytið fengu starfsmenn kynningu á félagsþjónustu sveitarfélaga í Tékklandi í boði Pragborgar.

Kostnaðarþátttaka ráðuneytisins í ferðinni er liður í endurmenntun starfsmanna. Fordæmi eru fyrir þess háttar fyrirkomulagi sem komið var á að frumkvæði starfsmannafélagsins. Hafa áður verið farnar 3 slíkar ferðir, að jafnaði með tveggja ára millibili. Var haft samráð við Ríkisendurskoðun um fyrirkomulag við kostnaðarþátttöku ráðuneytisins.


2. Hvenær stóð ferðin yfir?

Svar:

Dagana 18. mars – 22. mars 2004.


3. Á hvaða gististað í Tékklandi dvaldist hópurinn?

Svar:

Hotel Adria, Prag.


4. Hverjir fóru í ferðina á kostnað ráðuneytisins? Voru makar starfsmanna með í för og var þeim boðið á kostnað ráðuneytisins?

Svar:

Alls fóru 17 starfsmenn og 12 makar. Ráðuneytið greiddi starfsmönnum sínum u.þ.b. 30.000 kr. sem samsvarar dagpeningum fyrir þann hluta ferðarinnar sem sneri að fræðslu og fundum sem starfsmenn áttu í Innanríkisráðuneyti Tékklands með ráðherra og embættismönnum og aðstoðarborgarstjóra og embættismönnum  sveitarfélagsins Prag. Makar stóðu sjálfir straum af sínum kostnaði.


5. Hver var kostnaður ráðuneytisins vegna ferðarinnar? Vinsamlegast sundurliðið eftir kostnaði við farseðla, gistingu, veitingar, risnu, dagpeninga og annað.

Svar

Farseðlar – 0

Gisting – 0

Veitingar – 0

Risna – 29.480 kr. (Hádegisverðarboð félagsmálaráðherra með Innanríkisráðherra Tékklands)

Dagpeningar – 517.584 kr. 

Annað – 0


6. Hefur verið útbúin greinargerð um ferðina og árangur hennar? Vinsamlegast sendið afrit ef svo er.

Svar:

Greinagerð er í vinnslu.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta