Ný reglugerð um hafnamál
Þriðjudaginn 20. apríl tók gildi ný reglugerð um hafnamál nr. 326/2004.
Reglugerðin leysir af hólmi reglugerð um hafnamál nr. 232/1996, sbr. breytingu nr. 392/2001 og reglur um slysavarnir í höfnum, nr. 247/2000, sbr. breytingu nr. 705/2002.
Reglugerðin er sett á grundvelli nýrra hafnalaga sem tóku gildi 1. júlí 2003, sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Siglingaastofnunar Íslands.
Reglugerð um hafnamál nr. 326/2004 fjallar um framkvæmd nýrra hafnalaga að því leyti sem snýr að frumrannsóknum vegna hafna, byggingareftirliti, mati á hafnaþörfum og skilyrði fyrir ríkisstyrk, ríkisstyrktum framkvæmdum í höfnum, eftirliti með ríkisstyrktum hafnarframkvæmdum, slysavörnum í höfnum og starfsemi og umferð á hafnarsvæði.