Skýrslur Norðurskautsráðsins um loftslagsbreytingar á áætlun
Nr. 016
Málstofa um loftslagsbreytingar á norðurslóðum var haldin í Nuuk á Grænlandi dagana 20. - 22. apríl 2004 á vegum formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu.
Á málstofunni var fjallað um væntanlega skýrslu Norðurskautsráðsins um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum, sem lögð verður fram á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja Norðurskautsráðsins í nóvember n.k., auk yfirlitsskýrslu um helstu vísindalegu niðurstöður sem lögð verður fram samtímis.
Staðfest var á málstofunni að frágangi skýrslnanna tveggja miðar samkvæmt áætlun. Ennfremur var lagður grunnur að áframhaldandi umfjöllun á vettvangi Norðurskautsráðsins um viðbrögð við loftslagsbreytingum, þ.e.a.s. stefnumótun. Stefnt er að því að ráðherrarnir, á fundi sínum í nóvember, taki m.a. ákvarðanir um stefnumótunina.
Málstofan, sem formennska Íslands í Norðurskautsráðinu stýrði, var sótt af embættismönnum aðildarríkjanna og vísindalegum ráðgjöfum þeirra auk formanna helstu vinnuhópa ráðsins og frumbyggja.
Niðurstöður málstofunnar verða lagðar til grundvallar umræðu um loftslagsbreytingar á norðurslóðum á fundi Norðurskautsráðsins á Selfossi dagana 4. og 5. maí n.k.