Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2004 Utanríkisráðuneytið

Ráðsfundur EES haldinn í Lúxemborg


Í dag var haldinn í Lúxemborg 21. ráðsfundur EES. Í stað Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra sat Gunnar Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri fundinn. EES ráðið er samráðsvettvangur utanríkisráðherra EFTA/EES ríkjanna og Evrópusambandsins.

Fundurinn hófst með því að skipst var á skoðunum um samskiptin við og ástand mála í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi. Þá var fjallað sérstaklega um ástandið í Mið-Austurlöndum og baráttuna gegn hryðjuverkum. Í krafti formennsku sinnar í Norðurskautsráðinu hafði fulltrúi Íslands framsögu um málefni Norðurslóða og lýsti ánægju með framkvæmdaáætlun ESB um hina Norðlægu vídd.

EES ráðið fagnaði samhliða stækkun ESB og EES sem tekur gildi nk. laugardag, 1. maí og að nýr þróunarsjóður EES/EFTA landanna, og tvíhliða sjóður Noregs, tækju til starfa á sama tíma. Að því búnu var fjallað um framkvæmd EES samningsins en aðilar voru sammála um að rekstur samningsins gengi vel.

Á fundinum upplýsti framkvæmdastjórnin um framgang nýrrar nágrannastefnu ESB sem snýr sérstaklega að nágrannaríkjum ESB í austri og suðri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta