Styrkur til Oxfordháskóla
Davíð Oddsson, forsætisráðherra, afhenti í dag, 27. apríl, rektor Oxfordháskóla styrk frá ríkisstjórninni vegna kennslu í íslenskum fornbókmenntum við skólann. Styrkurinn nemur 25.000 sterlingspundum.
Forsætisráðherra er í tveggja daga heimsókn til Oxfordháskóla í boði rektors. Forsætisráðherra hélt í dag fyrirlestur við skólann um stefnu Íslands gagnvart Evrópusambandinu og skoðar í heimsókninni ýmsar deildir og stofnanir Oxfordháskóla. Þeirra á meðal er sérstakt safn íslenskra bókmennta.
Í Reykjavík, 27. apríl 2004.