Fjölskyldudagur í umhverfisráðuneytinu
Miðvikudaginn fyrir páska var fjölskyldudagur í umhverfisráðuneytinu. Börnum, foreldrum og mökum starfsmanna var boðið að koma í heimsókn og kynna sér starfsemina í ráðuneytinu. Byrjað var að fara út að gefa öndunum á Tjörninni sem eru góðir nágrannar okkar í umhverfisráðuneytinu. Svo fóru krakkarnir á fund með skemmtinefndinni þar sem fjölskylduferð ráðuneytisins um Reykjanes var kynnt í máli og myndum. Á fundinum voru krakkarnir hvattir til þess að aðstoða við leitina á Þjóðarblóminu með skólunum sínum. Á meðan kynnti umhverfisráðherra Náttúruverndaráætlun fyrir eldri gestum. Gestirnir skoðuðu svo ráðherraskrifstofuna og mátuðu ráðherrastólinn. Dagurinn endaði svo með listaverkagerð í fundaherbergi ráðuneytisins.