Hoppa yfir valmynd
1. maí 2004 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Dagpeningar ríkisstarfsmanna á ferðalögum erlendis - auglýsing nr. 3/2004

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum erlendis á vegum ríkisins sem hér segir:


Almennir dagpeningar: Gisting Annað Smt.
London, New York borg, Washington DC og Tókíó SDR

145

110

255

Annars staðar SDR

110

100

210

Dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða eftirlitsstarfa:
London, New York borg, Washington DC og Tókíó SDR

93

70

163

Annars staðar SDR

70

64

134


Ákvörðun þessi gildir frá og með 1. júní 2004. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 3/2003 dagsett 3. júní 2003.

Í umburðarbréfi nefndarinnar er kveðið nánar á um tilhögun greiðslu dagpeninga til ríkisstarfsmanna. Vakin er athygli á nýrri grein sem hljóðar svo:

Heimilt er að víkja frá venjulegum dagpeningagreiðslum þegar sérstaklega stendur á svo sem þegar óhjákvæmilegt er talið að gista á dýrari hótelum, til dæmis vegna ráðstefnuhalda. Í slíkum tilvikum greiðist kostnaður eftir reikningum sem hlutaðeigandi ráðuneyti úrskurðar enda fylgi reikningi greinargerð um nauðsyn þessa aukakostnaðar. Notkun þessa ákvæðis er háð sérstakri ákvörðun forstöðumanns/ráðuneytis hverju sinni.

Umburðarbréfið ásamt auglýsingu ferðakostnaðarnefndar um dagpeninga er að finna á vefsíðu fjármálaráðuneytisins og er veffangið eftirfarandi: http://fjarmalaraduneyti.is/ferdakostn.html

Reykjavík, 26. maí 2004

Ferðakostnaðarnefnd

Athugið að leyfilegur frádráttur á móti dagpeningum, samkvæmt skattmati ríkisskattstjóra, þarf ekki að vera sama fjárhæð og Ferðakostnaðarnefnd ákvarðar að greiða skuli starfsmönnum ríkisins vegna ferða á vegum launagreiðanda. Sé leyfilegur frádráttur lægri ber að skila staðgreiðslu af mismuninum.
Sjá upplýsingar um dagpeninga hjá ríkisskattstjóra og upplýsingar um dagpeninga - skattmat hjá ríkisskattstjóra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta