Endurnýjun atvinnuskírteina fer fram hjá Siglingastofnun
Frá og með 19. maí n.k. annast Siglingastofnun mat á endurnýjun atvinnuskírteina vélstjóra, stýrimanna og skipstjóra í ákveðnum tilfellum.
Þegar umsækjandi hefur ekki nægan siglingatíma skv. lögum, nr. 112/1984 og nr. 113/1984, samanber reglugerð nr. 118/1996 hefur Siglingastofnun umsjón með matinu. Ef umsækjandi hefur hins vegar nægan siglingatíma fær hann endurnýjun hjá Tollstjóranum í Reykjavík eða sýslumönnum úti á landi.