Hoppa yfir valmynd
4. maí 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Sjúkratryggingar á Evrópska efnahagssvæðinu

Íbúar tíu þjóða fengu rétt til heilbrigðisþjónustu hér á landi þegar Evrópusambandið stækkaði þann 1. maí. Íbúar frá löndunum tíu eiga sem sé rétt á heilbrigðisþjónustu á Íslandi við sama gjaldi og þeir sem eru tryggðir hér á landi. Sama rétt á heilbrigðisþjónustu fengu Íslendingar í löndunum við stækkunina. Löndin sem í hlut eiga eru Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvenía, Slóvakía, Tékkland, Ungverjaland og gríski hluti Kýpur. Kemur þetta fyrst og fremst ferðmönnum sem veikjast eða slasast til góða. Hvatt er til þess að menn hafi jafnan meðferðist sérstakt sjúkratryggingavottorð á ferðalögum, E-111, sem Tryggingastofnun ríkisins gefur út til staðfestingar á réttindum sínum, en E-111 er evrópskt sjúkratryggingaskírteini sem gildir alls staðar á Evrópska efnahagssvæðinu.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta