Hoppa yfir valmynd
6. maí 2004 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands

Undirritun yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Sankti Kristófer og Nevis
Undirritun yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasambands

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, og Joseph Christmas, sendiherra og fastafulltrúi Sankti Kristófer og Nevis, undirrituðu í New York 5. maí 2004, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna.

Sankti Kristófer og Nevis er liðlega 40 þúsund manna ríki á tveimur eyjum í Karíbahafi, fyrrum bresk nýlenda og vinsæll áfangastaður ferðafólks. Önnur meginstoð efnahagslífs eyjanna, sykurrækt, hefur orðið fyrir miklum sveiflum í heimsmarkaðsverði og hefur atvinnulíf og efnahagur landsins orðið fyrir búsifjum vegna þess óstöðugleika. Jarðhiti er á eyjunum og möguleikar á eflingu fiskveiða.

Að undanförnu hefur verið lögð áhersla á að styrkja tengsl Íslands við smærri eyríki og samtök þeirra og er unnið að því að stofna til stjórnmálasambands við þau öll.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta