Hoppa yfir valmynd
7. maí 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sameining sveitarfélaga

Samstarfsnefnd um sameiningu Austur-Héraðs, Fellahrepps, Fljótsdalshrepps og Norður-Héraðs, í umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði, hefur ákveðið að atkvæðagreiðsla fari fram um sameiningu þessara sveitarfélaga í eitt sveitarfélag. Sveitarstjórnir þessara sveitarfélaga hafa fallist á tillögu nefndarinnar um að atkvæðagreiðslan fari fram samhliða fyrirhuguðum forsetakosningum 26. júní 2004.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla um tillögu samstarfsnefndar er þegar hafin og er unnt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá sýslumönnum um land allt, sendiráðum, fastanefndum hjá alþjóðastofnunum og ræðismönnum.

Um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar gilda ákvæði laga um kosningar til sveitarstjórna og fer atkvæðagreiðslan þannig fram að kjósandi stimplar eða ritar á kjörseðil orðin „já" ef hann er hlynntur tillögu sameiningarnefndar eða „nei" ef hann er mótfallinn tillögunni.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta