Hoppa yfir valmynd
12. maí 2004 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands

Stofnun stjórnmálasambands við Gambíu.
Undirritun yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasambands

Stofnað hefur verið til stjórnmálasambands milli Íslands og Gambíu. Fastafulltrúar ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Crispin Grey-Johnson, undirrituðu í New York 11. maí 2004, yfirlýsingu þar að lútandi.

Gambía er aðeins einn tíundi af stærð Íslands, liggur umhverfis samnefnda á á vesturströnd Afríku og er umlukið Senegal. Íbúar eru 1.4 milljónir manna, flestir múslimar. Náttúruauðlindir eru fáar og meðaltekjur á landsmann eru aðeins jafnvirði um 1.000 bandaríkjadollara. Síðustu áratugi hefur ferðaþjónusta orðið ein af mikilvægustu atvinnugreinum landsins.

Landið var áður bresk nýlenda en fékk sjálfstæði fyrir 40 árum og varð lýðveldi árið 1970. Þar er nú fjölflokka þingræði.



Stofnun stjórnmálasambands við Gambíu.
Undirritun yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasambands

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta