Hoppa yfir valmynd
13. maí 2004 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Helgi Ágústsson, sendiherra, afhenti hinn 13. maí 2004, Jorge Batlle Ibañez forseta Úrúgvæ, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Úrúgvæ með aðsetur í Washington D.C.

Stjórnmálasamband milli Íslands og Úrúgvæ komst á á sjötta áratugnum, en þá voru skipaðir ræðismenn í Reykjavík og Montevideo. Hjalti Björnsson var skipaður kjörræðismaður fyrir Úrúgvæ árið 1956 og starfaði hann til ársins 1975. Pétur Guðmundsson hefur verið ræðismaður Úrugvæ síðan 1994. Walter R. Koltonski verið ræðismaður Íslands í Úrúgvæ frá árinu 1955. Tómas Á. Tómasson var fyrstur íslenskra sendiherra til að afhenda trúnaðarbréf í Úrúgvæ árið 1991. Sendiráð Íslands í Washington DC annast samskiptin við Úrugvæ. Sendiráð Úrúgvæ í Ottawa annast samskiptin við Ísland.

Ísland hefur aðalræðisskrifstofu í Montevideo og er Walter R. Koltonski aðalræðismaður þar, eins og áður var nefnt. Fremstu tækniframleiðslufyrirtæki Íslands eru þekkt þar í Úrugvæ. Má í því sambandi nefna, að Marel hefur viðskiptatengsl við Úrúgvæ og hefur selt vélarbúnað þangað.

Viðskiptajöfnuður Íslands við Úrúgvæ er nú hagstæður. Innflutningur frá Úrúgvæ var 3,6 milljóna króna virði fyrir árið 2003. Var þar helst um að ræða grænmeti, ávexti og drykkjarvörur. Útflutningur til Úrúgvæ var 29,5 milljóna króna virði árið 2003. Mest var þar um að ræða flutningatæki og ýmsar iðnaðarvörur, en einnig vélbúnað og plastefni.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta